Hafðu samband

Skrifstofa

Grundargata 8-10

620 Dalvík

Sambands leiðir

treverk@treverk.is

Sími: 466 1250

Fax: 466 3123

Skrifaðu til okkar

Contact Us

Verkefni

Eftir Rúnar Helgi Björnsson 16. október 2025
Tréverk hefur hafið framkvæmdir við tvö ný glæsileg parhús við Svarfaðarbraut á Dalvík, þar sem rísa munu samtals fjórar íbúðir. Húsin munu standa við Svarfaðarbraut 19–21 og 23–25 og eru einnar hæðar byggingar með bílskúr og verönd. Íbúðirnar við Svarfaðarbraut 19–21 eru um 140 m² að stærð, en íbúðirnar við 23–25 eru 152 m². Allar íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar, með tveimur svefnherbergjum, alrými, baðherbergi og þvottahúsi með tengingu við bílskúr. Húsin eru hönnuð af Kollgátu arkitektum og eru uppsteypt með álklæðningu í ljósum lit og viðarklæðningu sem setur hlýjan svip á húsin. Aðkoma og bílastæði verða upphituð með snjóbræðslukerfi, og gert er ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílskúra. Framkvæmdir ganga vel og stefnt er að því að íbúðirnar verði til afhendingar í lok næsta árs. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 20. maí 2025
Tréverk ehf tilkynnir að Kristján Þorvaldsson, sem hefur starfað hjá okkur frá unga aldri og öðlast ríkulega reynslu á þessum árum, er nú orðinn einn af hluthöfum félagsins og orðinn hluti af stjórnendateymi Tréverks. Eigendahópurinn telur nú átta manns og bætist Kristján þar inn sem góð viðbót í takt við stefnu fyrirtækisins um að yngja upp í hópi eigenda og uppbyggingu framtíðarforystu félagsins.