Framkvæmdir á Deplum
Undanfarandi vikur hafa framkvæmdir á Deplum í Fljótum gengið vel þrátt fyrir mikinn snjóalög. Verið er að byggja upp húsnæði fyrir ferðaþjónustu með áherslu á ýmiskonar útivist.
Uppsteypa á millibyggingu og frágangur þaks er að mestu lokið og búið er að steypa sökkul undir nýtt gistihús. Á næstu vikum verðu timburhús reist á sökklinum og frágangur innanhús í því húsi hefst þegar búið er að loka húsinu.
Áætlað er að halda áfram uppbyggingu á þessum svæði næsta sumar og svæðið verði fullbyggt snemma árs 2015.


Tréverk hefur hafið framkvæmdir við tvö ný glæsileg parhús við Svarfaðarbraut á Dalvík, þar sem rísa munu samtals fjórar íbúðir. Húsin munu standa við Svarfaðarbraut 19–21 og 23–25 og eru einnar hæðar byggingar með bílskúr og verönd. Íbúðirnar við Svarfaðarbraut 19–21 eru um 140 m² að stærð, en íbúðirnar við 23–25 eru 152 m². Allar íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar, með tveimur svefnherbergjum, alrými, baðherbergi og þvottahúsi með tengingu við bílskúr. Húsin eru hönnuð af Kollgátu arkitektum og eru uppsteypt með álklæðningu í ljósum lit og viðarklæðningu sem setur hlýjan svip á húsin. Aðkoma og bílastæði verða upphituð með snjóbræðslukerfi, og gert er ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílskúra. Framkvæmdir ganga vel og stefnt er að því að íbúðirnar verði til afhendingar í lok næsta árs. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.

