Verkefni

Tréverk hefur hafið framkvæmdir við tvö ný glæsileg parhús við Svarfaðarbraut á Dalvík, þar sem rísa munu samtals fjórar íbúðir. Húsin munu standa við Svarfaðarbraut 19–21 og 23–25 og eru einnar hæðar byggingar með bílskúr og verönd. Íbúðirnar við Svarfaðarbraut 19–21 eru um 140 m² að stærð, en íbúðirnar við 23–25 eru 152 m². Allar íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar, með tveimur svefnherbergjum, alrými, baðherbergi og þvottahúsi með tengingu við bílskúr. Húsin eru hönnuð af Kollgátu arkitektum og eru uppsteypt með álklæðningu í ljósum lit og viðarklæðningu sem setur hlýjan svip á húsin. Aðkoma og bílastæði verða upphituð með snjóbræðslukerfi, og gert er ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílskúra. Framkvæmdir ganga vel og stefnt er að því að íbúðirnar verði til afhendingar í lok næsta árs. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.

Fyrr á þessu ári hóf Tréverk framkvæmdir fyrir Jökul ehf við Aðalgötu 14 á Ólafsfirði. Húsið er tekið allt í gegn og breytt í hótel. Húsið er á fjórum hæðum, Tréverk innréttir tvær efstu hæðirnar með 7 gisti einingum, veitingasal á jarðhæð og heilsulind í kjallara. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og eru áætluð verklok vorið 2025.

Tréverk ehf hefur síðustu tvö ár unnið í endurbótum og viðbyggingu í Glerárskóla. Verkið fól í sér heildar endurbætur á A-álmu Glerárskóla ásamt viðbyggingu í innigörðum og úti mannvirkja. Verkið er nú full unnið og eru nemendur komnir í nýjar stofur í A-álmu. Framkvæmdir utanhúss voru einning kláraðar nú á haust dögum.
Tilkynningar

Tréverk hefur hafið framkvæmdir við tvö ný glæsileg parhús við Svarfaðarbraut á Dalvík, þar sem rísa munu samtals fjórar íbúðir. Húsin munu standa við Svarfaðarbraut 19–21 og 23–25 og eru einnar hæðar byggingar með bílskúr og verönd. Íbúðirnar við Svarfaðarbraut 19–21 eru um 140 m² að stærð, en íbúðirnar við 23–25 eru 152 m². Allar íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar, með tveimur svefnherbergjum, alrými, baðherbergi og þvottahúsi með tengingu við bílskúr. Húsin eru hönnuð af Kollgátu arkitektum og eru uppsteypt með álklæðningu í ljósum lit og viðarklæðningu sem setur hlýjan svip á húsin. Aðkoma og bílastæði verða upphituð með snjóbræðslukerfi, og gert er ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílskúra. Framkvæmdir ganga vel og stefnt er að því að íbúðirnar verði til afhendingar í lok næsta árs. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.
Tréverk ehf tilkynnir að Kristján Þorvaldsson, sem hefur starfað hjá okkur frá unga aldri og öðlast ríkulega reynslu á þessum árum, er nú orðinn einn af hluthöfum félagsins og orðinn hluti af stjórnendateymi Tréverks. Eigendahópurinn telur nú átta manns og bætist Kristján þar inn sem góð viðbót í takt við stefnu fyrirtækisins um að yngja upp í hópi eigenda og uppbyggingu framtíðarforystu félagsins.
Saga fyrirtækisins
Tréverk hefur alveg frá upphafi tekið að sér nýbyggingasmíð á útboðsmarkaði ásamt breytingum og viðhaldi á eldri fasteignum. Jafnframt hefur fyrirtækið byggt íbúðir á eigin reikning og rekið trésmíðaverkstæði í höfuðtöðvum fyrirtækisins að Grundargötu 8-10.
Starfsemin hefur verið mjög farsæl í gegnum árin, enda reksturinn farið fram á sömu kennitölunni alveg frá upphafi. Tréverk hefur ávallt reynt að þekkja sín takmörk, sniðið sér stakk eftir vexti og eingöngu tekist á við þau verk sem henta fyrirtækinu hverju sinni.





