Verkefni

Fyrr á þessu ári hóf Tréverk framkvæmdir fyrir Jökul ehf við Aðalgötu 14 á Ólafsfirði. Húsið er tekið allt í gegn og breytt í hótel. Húsið er á fjórum hæðum, Tréverk innréttir tvær efstu hæðirnar með 7 gisti einingum, veitingasal á jarðhæð og heilsulind í kjallara. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og eru áætluð verklok vorið 2025.

Tréverk ehf hefur síðustu tvö ár unnið í endurbótum og viðbyggingu í Glerárskóla. Verkið fól í sér heildar endurbætur á A-álmu Glerárskóla ásamt viðbyggingu í innigörðum og úti mannvirkja. Verkið er nú full unnið og eru nemendur komnir í nýjar stofur í A-álmu. Framkvæmdir utanhúss voru einning kláraðar nú á haust dögum.
Tilkynningar

Þann 1. október 2022 eru 60 ár liðin frá því Tréverk ehf. var stofnað. Á þessum sex áratugum hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og er ekki ofsögum sagt að vöxtur þess og viðgangur sé samofinn sögu Dalvíkurbyggðar. Þar hefur frá upphafi verið þungamiðja fyrirtækisins en á síðari árum hefur það einnig tekið að sér stór verkefni í nágrannabyggðum. Mikill meirihluta verkefna Tréverks frá stofnun fyrirtækisins hefur verið á Norðurlandi, frá Fljótum og austur í Þingeyjarsýslur, en einnig má nefna viðamikil verkefni austur á Reyðarfirði.
Saga fyrirtækisins
Tréverk hefur alveg frá upphafi tekið að sér nýbyggingasmíð á útboðsmarkaði ásamt breytingum og viðhaldi á eldri fasteignum. Jafnframt hefur fyrirtækið byggt íbúðir á eigin reikning og rekið trésmíðaverkstæði í höfuðtöðvum fyrirtækisins að Grundargötu 8-10.
Starfsemin hefur verið mjög farsæl í gegnum árin, enda reksturinn farið fram á sömu kennitölunni alveg frá upphafi. Tréverk hefur ávallt reynt að þekkja sín takmörk, sniðið sér stakk eftir vexti og eingöngu tekist á við þau verk sem henta fyrirtækinu hverju sinni.