Tréverk byggir þrjú fjölbýlishús við Austubrú á Akureyri
Síðasta haust hóf Tréverk ehf. byggingu á þremur 16 íbúða húsum við Austurbrú á Akureyri. Húsin verða þrjár hæðir og kjallari. Einnig fylgir bílakjallari með hverju húsi. Íbúðir í húsunum eru 60-130 fm og áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði afhentar næsta haust. Tréverk er verktaki við bygginguna.



